
Solidum Lögmannsstofa
Með fagmennsku í fyrirrúmi og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi
Solidum Lögmannsstofa kappkostar við að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna í hvívetna með fagmennsku og vönduð vinnubrögð að leiðarljósi. Við höfum raunverulegan áhuga á viðskiptavinum okkar og veitum bestu mögulegu þjónustu í því skyni að ná sem mestum árangri í hverju máli.

Vantar þig álit lögfræðings?
Ertu óviss með skiptingu kostnaðar vegna framkvæmda á vegum húsfélagsins? Hefur bílaumboðið hafnað ábyrgð vegna galla í bílnum þínum? Lekur þakið í húsinu sem þú varst að kaupa? Ef þú ert með lögfræðilegar spurningar eða álitamál, hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst eða hringja í okkur. Fyrsti fundurinn er gjaldfrjáls.
Þjónusta
Hvernig getum við aðstoðað þig?



Gjaldfrjáls fyrsti fundur
Fyrsta viðtal hjá Solidum lögmannsstofu er ókeypis og án skuldbindinga. Í vissum tilvikum tekur stofan að sér mál þar sem engin þóknun greiðist nema tilskilinn árangur náist. Upphæð hinnar árangurstengdu þóknunar er þá samningsatriði hverju sinni. Að öðru leyti miðast þóknun við tímaskráningu en nánari upplýsingar um tímgjald og skilmála má nálgast hjá stofunni.
Einkamál
Solidum lögmannsstofa veitir persónulega og faglega þjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila á flestum sviðum einkamálaréttarfars.
Sakamál
Solidum lögmannsstofa tekur að sér verjandastörf í sakamálum á öllum stigum. Þá hjálpar stofan við að krefjast miskabóta frá íslenska ríkinu vegna þvingunaraðgerða, s.s. handtöku eða húsleitar, í kjölfar sýknu eða niðurfellingar máls.
Starfsmenn

Snorri Vidal, lögmaður
Snorri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og fékk lögmannsréttindi árið 2012. Í námi var Snorri aðstoðarkennari í almennri lögfræði og heimspekilegum forspjallsvísindum við Háskóla Íslands. Meðfram námi starfaði Snorri m.a. á Logos og Réttarbót lögmannsstofu. Að lokinni útskrift starfaði Snorri sem fulltrúi á Réttarbót lögmannsstofu, en hóf síðar störf sem lögmaður á Solidum lögmannsstofu í samstarfi við Þorvald Jóhannsson hrl.
Snorri er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.
Hægt er að hafa samband við Snorra í síma 650-2165 eða með því að senda honum tölvupóst á snorri@solidum.is.

Um okkur
​
Solidum lögmannsstofa rekur sögu sína allt til ársins 1948 þegar Jóhannes Elíasson Hæstaréttar lögmaður opnaði sína eigin málflutningsskrifstofu árið 1948 í Austurstræti 5 í Reykjavík. Að lagaprófi loknu gerðist hann fulltrúi í Menntamála- ráðuneytinu. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1948, hæstaréttarlögmaður 1956 og stundaði um skeið málflutningsstörf sjálfstætt. Vegna hæfileika Jóhannesar hlóðust snemma á hann mörg trúnaðarstörf. Hann var ráðinn bankastjóri í Útvegsbanka íslands árið 1957 og gegndi því starfi til æviloka. Svo að eitthvað sé talið af öðrum trúnaðarstörfum hans skal hér það helsta rakið: Hann var tvívegis fulltrúi Islands á þingum Sameinuðu þjóðanna, enda varð hann síðar frumkvöðull stofnunar Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi og fyrsti framkvæmdastjóri þess. Hann var svo formaður félagsstjórnar frá 1971 til dauðadags. Jóhannes sat nokkrum sinnum fyrir íslands hönd ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Hann var einn helsti hvatamaður að samvinnu íslenskra banka, var í stjórn Sambands ísl. viðskiptabanka frá upphafi og átti nú að taka við formennsku þess, ef honum hefði enst aldur til. Jóhannes var síðan 1961 í stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og um skeið í stjórn Iðnþróunarsjóðs. Þá var hann einn af stofnendum Almenna bókafélagsins, í fulltrúaráði þess til dauðadags og í fyrstu stjórn. Þá var hann í kjaradómi um skeið, vann oft með sérfræðingum stjórnvalda að tillögugerð, einkum á sviði efnahagsmála, sá um móttöku erlendra þjóðhöfðingja og var auk þessa í fjölda nefnda annarra um margsvísleg efni. Jónnes var sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu 1967 fyrir störf sín.
Sonur Jóhannesar, Þorvaldur Jóhanneson lögmaður opnar lögmannstofu föður síns aftur árið 1990. Lögmannstofan fær síðar nafnið Solidum lögmannstofa þegar tengdasonur Þorvaldar, Snorri S. Vidal lögmaður gengur til samstarfs við hann. Þorvaldur starfaði sem lögmaður í fjölmörg ár við góðan orðstír á fjölmörgun réttarsviðum. Má þar nefna til dæmis, verktaka og útboðsrétt, annaðist verjendastörf á sviði refsiréttar og sérfræðingur á svið gallamála í fasteignakauparétti. Einnig kenndi hann við Háskóla Íslands og lögmönnum í lögmannsfélagi Íslands á réttarsviðinu verksamningar og útboðsreglur. Hafði hann til dæmis yfirumsjón verksamninga og lögfræðihlið byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, stúdentagarðanna og fleiri stóra verka. Hann starfaði einnig um tíma sem sýslumaður í norður Múlasýslu á þeim tíma er sýslumenn fóru með dómsvald.
Snorri S. Vidal lögmaður hefur fjölbreytta reynslu á hinum ýmsu réttarsviðum. Hefur hann sinnt verjandastörfum á sviði refsiréttar, víðtæka reynslu á sviði fasteigna-kauparéttar og flutt ýmis mál varðandi leynda galla á fasteignum. Með sérfræðiþekkingu á sviði samninga- og vinnuréttar. Hefur sinnt málum varðandi innheimtu slysabóta við góðan orðstír. Hefur verið stundarkennari við lagadeild Háskóla Íslands.

Frábær þjónusta og góð vinnubrögð. Voru til staðar fyrir mig þegar mest á reyndi og fundu farsæla lausn mínum málum.
Takk fyrir mig :)
​
-Friðrik Bohic
​
Umsagnir viðskiptavina
Hafa samband
