Lögmannsstofan Solidum
Síðan 1948
Um stofuna
Lögmannsstofan Solidum rekur sögu sína allt til ársins 1948 þegar Jóhannes Elíasson Hæstaréttar lögmaður opnaði sína eigin málflutningsskrifstofu árið 1948 í Austurstræti 5 í Reykjavík. Að lagaprófi loknu gerðist hann fulltrúi í Menntamála- ráðuneytinu. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1948, hæstaréttarlögmaður 1956 og stundaði um skeið málflutningsstörf sjálfstætt. Vegna hæfileika Jóhannesar hlóðust snemma á hann mörg trúnaðarstörf. Hann var ráðinn bankastjóri í Útvegsbanka íslands árið 1957 og gegndi því starfi til æviloka. Svo að eitthvað sé talið af öðrum trúnaðarstörfum hans skal hér það helsta rakið: Hann var tvívegis fulltrúi Islands á þingum Sameinuðu þjóðanna, enda varð hann síðar frumkvöðull stofnunar Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi og fyrsti framkvæmdastjóri þess. Hann var svo formaður félagsstjórnar frá 1971 til dauðadags. Jóhannes sat nokkrum sinnum fyrir íslands hönd ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Hann var einn helsti hvatamaður að samvinnu íslenskra banka, var í stjórn Sambands ísl. viðskiptabanka frá upphafi og átti nú að taka við formennsku þess, ef honum hefði enst aldur til. Jóhannes var síðan 1961 í stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og um skeið í stjórn Iðnþróunarsjóðs. Þá var hann einn af stofnendum Almenna bókafélagsins, í fulltrúaráði þess til dauðadags og í fyrstu stjórn. Þá var hann í kjaradómi um skeið, vann oft með sérfræðingum stjórnvalda að tillögugerð, einkum á sviði efnahagsmála, sá um móttöku erlendra þjóðhöfðingja og var auk þessa í fjölda nefnda annarra um margsvísleg efni. Jónnes var sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu 1967 fyrir störf sín.
Sonur Jóhannesar, Þorvaldur Jóhanneson lögmaður opnar lögmannstofu föður síns aftur árið 1990. Lögmannstofan fær síðar nafnið Solidum lögmannstofa þegar tengdasonur Þorvaldar, Snorri S. Vidal lögmaður gengur til samstarfs við hann. Þorvaldur starfaði sem lögmaður í fjölmörg ár við góðan orðstír á fjölmörgun réttarsviðum. Má þar nefna til dæmis, verktaka og útboðsrétt, annaðist verjendastörf á sviði refsiréttar og sérfræðingur á svið gallamála í fasteignakauparétti. Einnig kenndi hann við Háskóla Íslands og lögmönnum í lögmannsfélagi Íslands á réttarsviðinu verksamningar og útboðsreglur. Hafði hann til dæmis yfirumsjón verksamninga og lögfræðihlið byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, stúdentagarðanna og fleiri stóra verka. Hann starfaði einnig um tíma sem sýslumaður í norður Múlasýslu á þeim tíma er sýslumenn fóru með dómsvald.
Snorri S. Vidal lögmaður hefur fjölbreytta reynslu á hinum ýmsu réttarsviðum. Hefur hann sinnt verjandastörfum á sviði refsiréttar, víðtæka reynslu á sviði fasteigna-kauparéttar og flutt ýmis mál varðandi leynda galla á fasteignum. Með sérfræðiþekkingu á sviði samninga- og vinnuréttar. Hefur sinnt málum varðandi innheimtu slysabóta við góðan orðstír. Hefur verið stundarkennari við lagadeild Háskóla Íslands.