top of page
Search
  • Writer's pictureGunnar Gíslason

Fyrrum leigjandi sýknaður af kröfu um leigugreiðslur eftir flutninga

Héraðdómur Reykjavíkur kvað upp nú í vikunni dóm, þar sem fyrrum leigjandi var sýknaður af kröfu fyrrum leigusala síns um rúmar 8,5 milljónir, auk dráttarvaxta.


Málavöxtu voru þau að uppsögn leigusamnings aðila tók gildi mánaðarmótin maí/júní 2021, en leigjandinn var 26 dögum lengur í húsnæðinu - og greiddi leigu fyrir þann tíma - á meðan málsaðilar voru að þreifa fyrir sér um nýjan leigusamning. Samningar tókust ekki og rýmdi því leigjandinn húsnæðið 26. júní 2021.

Í byrjun júlí hófst svo leigusalinn handa við afar umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæðinu, þar sem m.a. var skipt um þakið.


Lítið var að frétta, fyrr en leigusalinn hóf að senda innheimtubréf í lok árs 2021, þar sem krafist var leigu frá og með júlí 2021. Leigjandinn mótmælti þeirri kröfu harðlega.


Leigusalinn stefndi málinu inn og krafðist leigu frá júlí 2021 til áramóta 2021/2022, auk 6 mánaða uppsagnarfrests, en hann byggði aðallega á því að það hefði komist á ótímabundinn leigusamningur milli aðila á grundvelli 59. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Leigjandinn mótmælti því, enda hefði hann ekki nýtt húsnæðið í 8 vikur eða lengur umfram lok leigusamningsins, líkt og ákvæðið áskilur.


Dómurinn taldi nægjanlega leitt í ljós að fyrirsvarsmaður leigusalans hefði vitað að leigjandinn hefði ekkert nýtt húsnæðið eftir 26. júní 2021. Þá lá fyrir að leigjandinn greiddi ekki áframhaldandi leigu í 8 vikur eða lengur, líkt og áskilið er í 59. gr. húsaleigulaga. Því komst aldrei á ótímabundinn leigusamningur líkt og leigusalinn byggði á og var leigjandinn því sýknaður af kröfum leigusalans líkt og áður greinir.


Fyrir hönd leigjandans flutti málið Snorri S. Vidal, lögmaður og eigandi á lögmannsstofunni Solidum.


Dóminn má nálgast í heild sinni hér:


DÓMUR-Hd-Rvk-E-1663-2022
.pdf
Download PDF • 5.48MB

132 views0 comments

Recent Posts

See All

Svava Björk tekur til starfa á lögmannsstofunni Solidum

Svava Björk Hróbjartsdóttir hefur hafið störf sem löglærður fulltrúi á lögmannsstofunni Solidum. Hún lauk meistaraprófi í lögum frá lagadeild Háskóla Íslands í byrjun árs 2022. Svava hefur áður starfa

Leigusala gert að skila leigutryggingu til baka að fullu

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað nýverið upp dóm þar sem leigusala var gert að greiða leigjanda tryggingarfé sitt til baka að fullu, ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Í málinu lá fyrir að leiguskil höf

bottom of page