top of page
Search
  • Writer's pictureGunnar Gíslason

Leigusala gert að skila leigutryggingu til baka að fullu

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað nýverið upp dóm þar sem leigusala var gert að greiða leigjanda tryggingarfé sitt til baka að fullu, ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði.


Í málinu lá fyrir að leiguskil höfðu átt sér stað um mánaðarmót, en leigutryggingunni var ekki skilað til baka nema að litlum hluta nokkrum dögum eftir skil á húsnæðinu. Fyrst rúmum fjórum vikum eftir leiguskil gerði leigusalinn formlega kröfu í tryggingarféð, en þeirri kröfu var mótmælt af hálfu leigjanda nokkrum dögum síðar og endurgreiðslu tryggingarfésins krafist. Ekkert gerðist þó af hálfu leigusalans í framhaldinu.


Leigusalinn var félag sem sérhæfir sig m.a. í útleigu húsnæðis, en leigjandinn var einstæð kona á miðjum aldri.


Innheimtuaðgerðir gagnvart leigusala báru ekki árangur og var því ákveðið að höfða mál til innheimtu tryggingarfésins sem hafði ekki verið skilað aftur í hendur leigjandans. Leigusalinn gagnstefndi leigjandanum til greiðslu skaðabóta vegna meintra skemmda sem hún átti að hafa valdið á húsnæðinu og reyndi m.a. á fyrir Landsrétti hvort sú krafa kæmist að í málinu.


Í dómi héraðdóms segir að horfa yrði sérstaklega til þess að leigusalinn, félag sem stundaði útleigu á íbúðum, hefði í nánast öllum atriðum farið á svig við þau úrræði er hann hafði til að tryggja sér sönnun fyrir gagnkröfum sínum og til að hagnýta sér tryggingu þá sem leigjandinn hafði lagt fram, eins og hann svo gerði.

Var leigusalanum því gert að skila leigutryggingunni að fullu, ásamt dráttarvöxtum.


Fyrir hönd leigjandans flutti málið Snorri S. Vidal, lögmaður og eigandi á lögmannsstofunni Solidum.


Dóminn má nálgast í heild sinni hér:


Dómur-E-5131-2021-2
.pdf
Download PDF • 5.92MB

.

85 views0 comments

Recent Posts

See All

Svava Björk tekur til starfa á lögmannsstofunni Solidum

Svava Björk Hróbjartsdóttir hefur hafið störf sem löglærður fulltrúi á lögmannsstofunni Solidum. Hún lauk meistaraprófi í lögum frá lagadeild Háskóla Íslands í byrjun árs 2022. Svava hefur áður starfa

bottom of page